Vestri: hjólamót sunnudaginn 19. júlí

Hjólreiðadeild Vestra stendur fyrir barna og unglingamóti  sunnudaginn 19.júlí.  Ræst verður frá gönguskíðaskálanum á Seljalandsdal kl 11 og er hjólað niður að Brúarnesti og þaðan yfir á Dyngjusvæðið.

Keppnisformið er enduro eða ungdúró fyrir yngri kynslóðina. Enduro er keppnisform í fjallahjólreiðum þar sem allir hjóla saman langa leið og aðeins er keppt á merktum sérleiðum sem eru aðallega niður á móti. Keppandi stimplar sig inn í byrjun á þess konar sérleið og svo út í lok hennar og er samanlagður tími úr sérleiðunum sem gildir.

Á sunnudaginn þann 19. júlí verður boðið upp á þrjár vegalengdir: 4 sérleiðir, 3 sérleiðir eða 1  sérleið án tímatöku.

Atli Þór Jakobsson verður móttstjóri og lofar hann góðu fjöri. Hjólreiðadeild Vestra hvetur sem flesta vestfirska púka til þess að taka þátt eða koma að horfa á því þetta er ansi skemmtilegt keppnisform.

Fyrsta brautarskoðun verður á mánudaginn  13. júlí kl 19:30 og er mæting upp á Seljalandsdal. Byrjað verður á því að skoða nýju brautina sem við erum að búa til meðfram efri skíðaveginum. Allir áhugasamir velkomnir.

Frekari upplýsingar um mótið og það sem er að gerast í félaginu má finna á www.hri.is Facebook  og Instagram

DEILA