Vestfirðir: fasteignasala í júní 359 m.kr.

Á Vestfjörðum var 15 samningum þinglýst. Þar af voru 7 samningar um eignir í fjölbýli fyrir samtals 113 milljónir króna, 7 samningar um eignir í sérbýli að upphæð 205 milljónir króna og 1 samningur upp á 41 m.kr. um annars konar eign. Heildarveltan var 359 milljónir króna og meðalupphæð á samning 23,9 milljónir króna.

Af þessum 15 voru 9 samningar um eignir á Ísafirði. Þar af voru 4 samningar um eignir í fjölbýli að upphæð 79 m. kr., 4 samningar um eignir í sérbýli fyrir 145 m.kr. og 1 samningur um annars konar eign fyrir 41 m.kr. Heildarveltan á Ísafirði var 265 milljónir króna og meðalupphæð á samning 29,4 milljónir króna.

Þetta kemur fram í nýju fréttabréfi Þjóðskrár Íslands.

 

DEILA