Uppbygging á tjaldsvæðinu á Þingeyri

Framundan er umtalsverð uppbygging á aðstöðu á tjaldsvæðinu á Þingeyri. Skipulags- og mannvirkjanefnd ísafjarðarbæjar hefur samþykkt framkvæmdaleyfi fyrir stígagerð og uppsetningu á sex rafmagnskössum við tjaldsvæðið á Þingeyri. Einnig fylgir leyfi til að útbúa 10 húsbílastæði með möl og grasi við sjávarkamb, norðan megin við núverandi tjaldsvæði.

Þrír rafmagnskassar verða settir niður við suðurendann á tjaldsvæðinu. Gerður verður tengistígur milli þjónustuhúss og sundlaugar. Þá verða aðrir þrír rafmagnskassar settir niður fyrir norðan núverandi tjaldsvæði við sjávarkambinn.

DEILA