Töfraútivist í Ísafjarðarbæ

Tungumálatöfrar standa fyrir útivistarnámskeiðið fyrir 12 – 16 ára, vikuna 4. – 8. ágúst nk.

Listakonan og kennarinn, Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir hannar og leiðir verkefnið sem er nýtt af nálinni. Unnið verður með listsköpun og tengslin við náttúruna. Samtímis verður lögð áhersla á íslenskuörvun og fjölbreyttan orðaforða.

Fyrstu þrír dagarnir fara fram á Önundarfirði en síðan verður unnið í listasmiðju á Ísafirði og farið í Töfragönguna sem endar með bæjarhátíð á laugadeginum 8. ágúst. Þátttakendur námskeiðsins geta unnið að því að gera búninga fyrir gönguna og búið til leiki og skemmtiatriði sem þeir stýra á hátíðinni.

Námskeiðið er nýjung í starfssemi félagsins Tungumálatöfra sem hefur staðið fyrir íslenskunámi í gegnum list og leik frá því árið 2017.

Námskeiðið kostar 30.000 krónur. Reiknað er með að þátttakendur komi með nesti.

 

Dagskrá námskeiðsins verður eftirfarandi:

Dagur 1- Öryggi, náttúra, leikur, matur

Hópurinn hittist í Önundarfirði, fer í gönguferð í Hafradal að Betaníu koti –

Dagur 2- Sköpun, landslag, veður

Byrjað á Kaffi Sól í Önundarfirði  og síðan ekið  yfir í Dýrafjörð að Mýrafelli

Dagur 3 – Ögrun, samskipti, traust, sjórinn

Hópurinn kemur saman í Holti í Önundarfirði og  lærir undirstöðu atriði á kayak og síðan farið í siglingu.

Dagur 4 – Hátíð, litir, efni, gleði á Ísafirði

Í Edinborgarhúsinu, Fánagerð, eldhringur, dósaleik, vatnsblöðru leikur undirbúinn.

Dagur 5 – Töfraganga og leikir á Ísafirði

Sýna búninga og flytja skemmtiatriði.

 

Tekið er á móti skráningum hér:  https://tinyurl.com/y9l5zq89

 

Þeir sem hafa áhuga láti Vaidu vita í tungumalatöfrar@gmail.com

DEILA