Súgandafjörður:kindurnar fundu skjól fyrir veðrinu

Kindurnar í Súgandafirði fundu sér skjól fyrir veðri og vindum í dag og komu sér makindalega fyrir inn í jarðgöngunum.

Það merkilega er að þær lögðust upp við gangavegginn báðum megin við akreinarnar og þannig lágmörkuðu þær áhættuna af umferðinni.

Björk Vilhelmsdóttir fyrrv. borgarfulltrúi er á ferð um Vestfirði tók þessa skemmtilegu mynd og setti á facebook síðu sína.

DEILA