Suðureyri: Aldargamall hjallur gerður upp

Rúmlega aldargamall hjallur hefur verið gerður upp á Suðureyri.  Það er Grétar Eiríksson eigandi sem hefur staðið fyrir endurbyggingunni og hefur notið aðstoðar Magnúsar Alfreðssonar við verkið.

Hjallurinn stendur við Skipagötu og er eftir því sem næst verður komist gerður árið 1919.  Þá er fyrsta afsalið dagsett í byrjun janúar og það er Kristján Albert Kristjánsson sem skrifar undir leigu á lóð fyrir hönd eigenda jarðarinnar Suðureyrar og Jón Guðmundsson er sá sem fær lóðina. Leigugjaldið voru 40 aurar fyrir árið. Fram kemur í síðari afsölum að hjallurinn er 3,8 metrar að lengd og 6,2 metrar að breidd.

Hjallurin var endurbyggður að einhverju leyti árið 1955 og ernú algerlega tekinn í gegn og er orðinn hin glæsilegasti eins og sjá má af myndum.

DEILA