Klukkan tvö voru björgunarsveitir á sunnanverðum Vestfjörðum kallaðar út vegna göngukonu sem hafði slasast á fæti í Traðarvík undir Sellátrafjalli í utanverðum Tálknafirði. Staðurinn sem konan er á er úr alfaraleið og nokkuð torfær, 3 hópar lögðu af stað á vettvang og fyrsti hópurinn kom að konunni upp úr þrjú og hlúði að henni.
Björgunarsveitarfólk er nú að flytja konuna af vettvangi til móts við sjúkrabíl samkvæmt upplýsingum frá Davíð Má Bjarnasyni upplýsingafulltrúa Landsbjargar.