Patrekshöfn: 490 tonn afli í júní

Smábátar landa í Patrekshöfn. Hafnarmúlinn í baksýn. Mynd: Patrekshöfn.

Alls var landað um 490 tonnum í Patrekshöfn í síðasta mánuði. Línubáturinn Núpur BA landaði 96 tonnum og Agnar BA var með 2 tonn. Línuaflinn var samtals 98 tonn. Þá voru 16 tonn veidd á sjóstöng.

Langmestur hluti aflans kom af strandveiðibátunum. Þeir lönduðu samtals 376 tonnum í mánuðinum í nærri 500 löndunum. Allt upp í 40 handfærabátar lönduðu afla sínum sama daginn.

Vestfirðir eru á A svæði í strandveiðunum og er það langaflahæsta svæðið yfir landið. Í júlí mánuði veiddust um 1100 tonn af botnfiski á strandveiðum á svæðinu. Þar af er hlutur Patrekshafnar einnar 376 tonn, sem gerir um 34%.

DEILA