Ögurballið um helgina

Hið víðfræga Ögurball verður haldið 18.júlí næstkomandi

Ögurhátíðin byrjar á föstudeginum 17 júlí og er pökkuð dagskrá fram á sunnudag.

 

„Einu sinni mætt getur ekki hætt“.

 

Unnendur sveitaballa bíða í ofvæni eftir einu vinsælasta og elsta sveitaballi Vestfjarða, Ögurballinu fræga en það fer fram laugardagskvöldið 18. Júlí.

 

Rómantíkin, gleðin og sveitaballasjarminn sem svífur yfir Ögurballinu er löngu orðin landsfrægt, dansgólfið dúar þegar það fyllist og rababaragrautur með rjóma sem er borinn fram fyrir ballgesti í danspásum. Ein af hefðunum sem Ögursystkinin halda fast í er hinn margumtaliði rababaragrautur með rjóma.

Rababaragrauturinn hefur ávallt verið hluti af ballinu en fólk sem kom ýmist siglandi, ríðandi eða gangandi á ballið fékk rababaragraut til að fá næga orku til að koma sér heim eftir ballið.

Stuðbandið Halli og Þórunn sjá um að skemmta fólki á ballinu. „Þau hafa spilað þarna síðan við tókum við þessu og eru æviráðin. “Þau taka þó pásu og það er misjafnt hver skemmtir í pásum.“

 

Ögurhátíðin er haldin eins og í fyrra. Allt innifalið í tjaldsvæðagjaldinu eins og þá. Þrír dagar af skemmtilegum viðburðum. Kostar 4000 kr inn á svæðið.

 

En vegna Covid-19 þurfum við öll að standa saman um að passa upp á að ekki verði smit milli fólks. Pössum handþvott og sprittun.

Við þurfum að ljúka skemmtunum eigi síðar en kl 23:00 hvert kvöld. Við byrjum bara fyrr í staðinn. Svona er þetta en það kemur ekki í veg fyrir frábæra skemmtun.

 

Á hverju ári er andlit Ögurballsins valið af Ögursystkinum og í ár er það Una Hildardóttir, sjá tilkynningu af viðburði Ögurballsins af Facebook : https://facebook.com/events/s/ogurball-2020/579547326235716/?ti=icl

 

Una Hildardóttir er 28 ára og býr í Mosfellsbæ. Hún starfar sem upplýsingafulltrúi hjá Icelandic Lamb og  hefur tekið virkan þátt í pólitík síðastliðin ár. Hún getur ekki beðið eftir því að mæta á Ögurball í ár, enda finnst henni ballið vera einstakur viðburður á heimsvísu. Rabbabaragrauturinn og gamla sveitaballastemningin er í uppáhaldi hjá Unu, henni líður eins og hún sé mætt á stærsta ættarmót í heimi enda allir Íslendingar ættaðir frá Vestfjörðum.

 

Næg tjaldstæði er á staðnum og getur hver sem er mætt á ballið sem náð hefur átján ára aldri. Allur ágóði rennur óskiptur til viðhalds og uppbyggingar samkomuhússins í Ögri sem er gamalt ungmennafélagshús frá árinu 1926.

 

Myllumerki Ögurballsins er #ögurball2020 og einnig er hægt að fylgjast með á Instagram : ogurball

DEILA