Ögurballi aflýst vegna veðurs

Í fréttatilkynningu sem borist hefur kemur fram að Ögurballinu hafi því miður verið aflýst en opið verður til kl 23 í kvöld og á laugardagskvöld.

 

„Ögurball verður haldið að ári – ekki í ár. En við ætlum að hafa opið til 23:00 með pöbbastemningu og notalegheitum. Svo stefnum við á gamla góða Ögurballið að ári.

Við sjáum að lægðin fer aðeins hægar yfir. Því verður opið til 23:00 í kvöld föstudag og til 23:00 laugardagskvöld. Við vitum að fólk mun koma á tjaldsvæðið á morgun og njóta kvöldsins í Ögri og pakka svo saman í sól, logni og hita á sunnudeginum.“

 

 

DEILA