Laxeldi í Ísafjarðardjúpi: kæra afturkölluð

Landssamband veiðifélaga hefur formlega afturkallað kæru sín frá 15. júní síðastliðnum til úrskurðarnefndar um umhverfis- og auðlindamál.

Skipulagsstofnun hafði ákveðið 26. júní 2019 að umsókn Arctic Sea Farm um rekstrarleyfi fyrir 7.600 tonna laxeldi í Ísafjarðardjúpi frá janúar 2017 og var enn óafgreidd skyldi vera afgreidd samkvæmt þeim lagaákvæðum sem þá giltu en ekki samkvæmt lagabreytingum  sem gerðar voru 2019. Landssamband veiðifélaga kærði þessa ákvörðun Skipulagsstofnunar og hefur nú dregið þá kæru til baka.

Ekki kemur fram hvers vegna kæran er afturkölluð.

Við lagabreytingarnar 2019 var ákveðið að óafgreiddar umsóknir skyldu fara með samkvæmt eldri lögum hafi frummatsskýrsla legið fyrir.  Virðist af gögnum málsins að svo hafi verið. Þá er ekki að sjá að heimilt sé að kæra ákvörðum Skipulagsstofnunar um þetta atriði til úrskurðarnefndarinnar. Sé kæruheimild til staðar þá rennur hún út innan mánaðar.

 

 

DEILA