Ísafjarðarbær: 4 mánuði að gefa umsögn um rekstrarleyfi fyrir gistingu

Ísafjarðarbær var rúma fjóra mánuði að gefa umsögn um rekstrarleyfi fyrir gistingu að Fjarðarstræti 39 á Ísafirði.

Embætti sýslumanns á Vestfjörðum sendi 6. mars 2020 til bæjarins og óskaði eftir umsögninni. Þann 20. apríl skilar Slökkvilið Ísafjarðarbæjar sinni umsögn. Skipulagsfulltrúi Ísafjarðarbæjar sendir sína umsögn 25. júní og þann 13. júlí er svo málið afgreitt frá bæjarráði aftur til Sýslumannsembættisins. Eru þá liðnir rúmir fjórir mánuðir frá því að erindið barst bænum.

Embættið sendi einnig Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða málið til umsagnar og var því svarað þann 24. júní 2020.

Ekki var gerð athugasemd við leyfisveitinguna.

DEILA