Ísafjarðarbær: snjómokstur 72 m.kr. fram úr áætlun

Í endurskoðari áætlun um snjómokstur ársins fyrir Ísafjarðarbæ kemur fram að að kostnaður er talin verða 96 milljónir króna í stað 24 m.kr.  Þegar tilfallinn kostnaður er 86 m.kr. og gert er  ráð fyrir 10 m.krk til viðbótar fram til áramóta.

Til móts við aukinn snjómokstur verður frestað viðhaldsverkefnum s.s. vegna viðhalds á gangstétta í Hafraholti ( 27 m.kr.), hellulögn á álagssvæði við Aðalstræti, þak grunnskólans á Þingeyri ( 4,5 m.kr.) og endurnýjun vatnslagnar á Suðureyri ( 9 m.kr.). Eftir standa 31,5 m.kr. og hækka útgjöld sveitarfélagsins sem því nemur.

DEILA