Hjörleifur og Jónas Þórir í Ísafjarðarkirkju

Hjörleifur Valsson fiðluleikari og Jónas Þórir píanóleikari og organisti flytja fjölbreytta tónlist úr ýmsum áttum á tónleikum í Ísafjarðarkirkju nú á laugardag 18. júlí kl. 17:00.

Þar mun notaleg stemning ráða ríkjum, tónlist margra af höfuðskáldunum hljóma, en einnig minna þekktir gullmolar. Áheyrendur fá að upplifa  tónlist, sögur og fróðleiksmola.

Miðasala er við innganginn og er miðaverði stillt í hóf, aðeins kr. 2500.

Ekki er hægt að greiða með greiðslukortum!

Hjörleifur og Jónas Þórir hafa starfað saman í fjölda ára, og leika reglulega við ýmis tækifæri, tónleika, athafnir og aðra viðburði. Þeir eru þekktir fyrir leikandi spil og fjölbreytt efnisval. 

DEILA