Halldór Smárason gefur út hljómplötu

Hljómplata Ísfirðingsins Halldórs Smárasonar, STARA, kom út núna fyrir helgi. Framundan eru útgáfutónleikar í Hömrum á Ísafirði 30. júlí og í Kaldalóni Hörpu 20. ágúst.

Verkin eru samin á tímabilinu 2012-2018. Flytjendur eru Strokkvartettinn Siggi sem er skipaður Unu Sveinbjarnardóttur, Helgu Þóru Björgvinsdóttur, Þórunni Ósk Marinósdóttur og Sigurði Bjarka Gunnarssyni, Emilíu Rós Sigfúsdóttur, Geirþrúði Ásu Guðjónsdóttur, Gunnlaugi Björnssyni, Helgu Björg Arnardóttur og Tinnu Þorsteinsdóttur.

Útgefandi er Sono Luminus og er platan tekin upp í hringóma kerfi (surround / fully immersive audio). Upptökur fóru fram í Hömrum, Ísafirði, dagana 10.-13. júní 2019.

STARA á Spotify:

https://open.spotify.com/album/5nH09KQe6n1fr6B2FLSZjA?si=_JxJIr_vTFCJVw0PmEsjCQ

 

DEILA