Göngumenn í vanda á Trékyllisheiði

Meðfylgjandi er mynd af einum hópnum á leiðinni upp á Trékyllisheiði. Mynd: Landsbjörg.

Klukkan þrjú í dag voru björgunarsveitir á Ströndum kallaðar út vegna tveggja göngumanna í vanda á Trékyllisheiði. Mennirnir hafa verið á gangi í tvo daga og eru nú staddir nálægt Búrfelli, þar er mikil þoka og lélegt skyggni. Ekki er talið að þeir séu slasaðir en þeir eru orðnir kaldir og hraktir.

 

Fjórir hópar björgunarsveitarfólks eru komnir á heiðina á jeppum og leita þeirra. Upplýsingar um nákvæma staðsetningu liggja ekki fyrir en stað kunnugt björgunarsveitarfólk telur sig vita hvar þeir eru.

 

 

DEILA