Djúpavík: tvö hús í byggingu

Djúpavík. Mynd: Héðinn Ásbjörnsson.

Tvö íbúðarhús eru í byggingu í Djúpavík í Reykjarfirði í Árneshreppi. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti sagði að þetta væri ánægjuleg tiðindi og að nokkru leyti óvænt. Í báðum tilvikum eru þeir sem standa að framkvæmdunum ættaðir úr hreppnum og eru að koma sér upp myndarlegri aðstöðu á staðnum.

Geir Zoega er að byggja 181.9 fermetra timburhús með steyptum grunni og Grétar Jón Jóhannsson stendur að hinu húsinu sem er öllu minna. Lóðirnar eru hlið við hlið. Búið er að reisa minna húsið og taka grunninn fyrir það stærra.

Héðinn Ásbjörnsson tók myndirnar.

DCIM100MEDIADJI_0034.JPG
DCIM100MEDIADJI_0041.JPG
DEILA