Breiðadalur: bílaleigubíll út af en engin slys

Neðri -Breiðadalur, Fremri-Breiðadalur og Ytri-Veðrará. Mynd: Mats Wibe Lund.

Betur fór en á horfðist á þriðjudaginn þegar bílaleigubíll fór út af þjóðveginum við neðri Breiðadal í Önundarfirði. Að sögn vegfaranda sem Bæjarins besta ræddi við var það mikil mildi að bíllinn hélst á hjólunum og valt ekki þegar hann fór út af vegkantinum. Aðstæður voru þannig að hæglega hefði getað illa farið.

Hlynur Snorrason hjá Lögreglunni á Vestfjörðum sagði að engin slys hefði orðið á fólki í útafkeyrslunni.

DEILA