Bolungavík: Takk örsýning opnar í dag – fellur niður

TAKK – örsýning verður í Bolungarvík um Verslunarmannahelgina.

Valgerður Pálsdóttir verður með ljósmyndir, Helga Jóhannesdóttir með leirlist, Benedikt Sigurðsson sér um tónlistina, leynigestur flytur ljóð.

Valgerður, Agnes Veronika og vonandi fleiri bakverðir við hjúkrunarheimilið Berg í Bolungavík frá því í vor stíga á stokk og sýnd verða stutt myndbrot úr heimildarþáttaröð sem Jóhannes Kr. Kristjánsson er að gera um Covid-19 á Íslandi .

Opnunin verður kl. 16 föstudaginn, 31. júlí, í Listastofunni Bakka við Hafnargötu í Bolungarvík gengið inn Brimbrjótsgötumegin.

Vonast er til þess að sjá sem flesta.
Léttar veitingar í boði.

Uppfært kl 14:24

Sýningin felur niður vegna covid19.

DEILA