Jónas Tómasson tónskáld fékk þann 20. ágúst 1920 útgefið verslunarleyfi. Fyrst var verslunin á neðri hæð hússins við Aðalstræti 26A , en flutti starfsemi sína í byrjun ársins 1929 að Hafnarstræti 2, sem þá var nýbyggt. Þar hefur verslunin verið síðan og síðustu árin í eigu Pennans/Eymundssonar.
Gunnlaugur Jónasson hefur farið fram á það fyrir hönd afkomenda Jónasar að bærinn samþykki að settur verði skjöldur í gangstéttina við aðalinngang búðarinnar í tilefni aldar afmælisins. Fyrirhugað er að skjöldurinn verði afhjúpaður 1. ágúst n.k.
Bæjarráð samþykkti beiðnina á fundi sínum í gær og vísar samþykkt á útfærslu til sviðsstjóra umhverfis- og eignasviðs.