Björgunarskip kölluð út vegna vélarvana báta

Kobbi Láka

Klukkan 14:43 voru björgunarskipin Kobbi Láka í Bolungarvík og Gísli Jóns á Ísafirði boðuð út vegna vélarvana strandveiðibáts austur af Horni sem rekur í átt að landi. Bæði skipin eru á leið norður fyrir Horn og eru rétt í þessu komnir að bátnum sem verður dreginn til hafnar. Veðrið er sæmilegt.

Rétt um það bil klukkutíma síðar, eða um 15:40, var björgunarskipið Sigurvin á Siglufirði boðað út vegna annars vélarvana báts í mynni Eyjafjarðar. Einn er um borð í hvorum bátnum.

DEILA