Bíldudalur: Frístundabyggð undir Taglinu

Frá Seljadalsskógi í Bíldudalsvoginum ekki fjarri Taglinu.

Bæjarráð Vesturbyggðar hefur samþykkt að úthluta 12 frístundarhúsalóðum, sem skipulagðar eru undir Taglinu á Bíldudal, til óstofnaðs hlutafélags.

Svæðið var deiliskipulagt 2011 og gerir deiliskipulagið ráð fyrir 12 frístundahúsalóðum, stærð lóðanna er á bilinu 0,7-1,12 ha. Einnig er gert ráð fyrir leiksvæði og boltavelli á svæðinu. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 74. fundi sínum 9. júlí 2020 og lagði til að úthlutunin yrði samþykkt miðað við fyrirliggjandi forsendur. Ráðið leggur til að settur verði skýr tímarammi um verkefnið.

Bæjarráð tók undir bókun skipulags- og umhverfisráðs og samþykkti úthlutun lóðanna 12 og fól bæjarstjóra og byggingarfulltrúa að vinna áfram að málinu.

 

DEILA