Vesturbyggð: hækkar lántökur um 190 m.kr.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt að lántökur hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2020 verði umfram þær lántökur sem áformaðar eru í fjárhagsáætlun ársins.

Fjárhagsáætlun 2020 gerir ráð fyrir lántökum fyrir 143 millj. kr. en vegna óvissu um tekjur, lækkun á þjónustugjöldum ásamt tregðu við innheimtu þjónustugjalda í hafnasjóð Vesturbyggðar var lagt til að heimild til lántöku yrði hækkuð um 190 millj. kr. Fjárhæðin tekur m.a. mið af dekkstu sviðsmynd sem stillt hefur verið upp um rekstur sveitarfélagsins vegna áhrifa af Covid-19.

DEILA