Vesturbyggð: áætlanir sveitarfélagsins í uppnám

Rebekka Hilmarsdóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar segir að niðurskurður á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga  setji allar áætlanir sveitarfélagsins í uppnám.

„Verði þetta niðurstaðan og engar breytingar verði gerðar á áætlun Jöfnunarsjóðs, þá sýnist okkur að ein versta sviðsmyndin sem við höfum stillt upp varðandi rekstur sveitarfélagsins fyrir árið 2020 muni raungerast, en þegar eru vísbendingar um lækkun útsvars og þjónustutekna vegna áhrifa af Covid-19.“

Framlög ársins til jöfnunarfasteignaskatts lækka um 13 milljónir króna og útgjaldajöfnunarframlögin lækka um 36 milljónir króna eða samtals um 49 milljónir króna.

Þessir tveir liður áttu að skila bæjarsjóð 254 milljónir króna en það lækkar niður í 205 milljónir króna. Lækkunin nemur 19%.

 

DEILA