Súðavík semur við Ísafjarðarbæ um velferðarþjónustu

Frá Súðavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Súðavík hefur gengið til samninga við Ísafjarðarbæ um velferðarþjónustu fyrir íbúa Súðavíkurhrepps. Samstarf milli sveitarfélaganna hófst í mars á þessu ári og segir Bragi Thoroddsen, sveitarstjóri að samningur um velferðarþjónustu sé í aðlögun, þ.e. drög hans liggja fyrir. Aðspurður segir hann að umfang samningsins liggi ekki fyrir endanlega þar sem verið er að endurmeta alla þjónustuþörf og skilgreina stöðugildi og annað sem heyrir undir samstarfið. „Samstarfið verður byggt upp þannig að velferðarnefnd í Súðavíkurhreppi er lögð niður en þess í stað mun koma inn fulltrúi í velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar og stjórnsýslan einfölduð og aðlöguð breyttri þjónustu.“

Á aukafundi sveitarstjórnar á föstudaginn var velferðarnefnd sveitarfélagsins formlega lögð niður og Dagbjört Hjaltadóttir kosin til að taka sæti í velferðarnefnd Ísafjarðarbæjar.

DEILA