Strandabyggð: framundan fundir með stjórnvöldum

Hólmavík. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Þorgeir Pálsson, sveitarstjóri í Strandabyggð segir að vegna niðurskurðar á framlögum Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga hafi sveitarstjórn  fundað um málið og átt símafund með Jöfnunarsjóði. Framundan eru fundir með stjórnvöldum, samskipti við þingmenn ofl.

Strandabyggð verður fyrir miklum niðurskurði. Framlög til jöfnunar tekna af fasteignaskatti lækka um 10 m.kr. á þessu ári og útgjaldajöfnunarframlög lækka um 60 m.kr.

Í fjárhagsáætlun Strandabyggðar 2020 er gert ráð fyrir 244 milljónum króna frá Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.

Sveitarstjórnin var búin að breyta fjárhagsáætlun ársins með niðurskurði á framkvæmdum þar sem búist var við lækkun framlaga Jöfnunarsjóðsins niður í 200 m.kr. og segir sveitarstjóri að  í raun sé ekki hægt að tala um neitt svigrúm í rekstri Strandabyggðar umfram þetta.

En ljóst er að 70 m.kr. lækkun tekna er langt umfram það sem búist var við. Segir Þorgeir Pálsson að hugsanlega þurfi að skerða opnunartíma og þjónustu.

DEILA