Snæfjallaströnd: búið að moka veginn

Snjóalög utan við Lónseyri í síðustu viku. Mynd: Jón Halldórsson.

Vegurinn út á Snæfjallströnd opnaðist í gær og fóru strax nokkrir bílar um svæðið að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar.

Töluverður snjór var á svæðinu og var hann mjög harður.

Vegagerðin fékk verktaka með jarðýtu til verksins og tók verkið vel á annan sólahring.

Leiðin er fær og merkt 4×4 vegna hálkubletta og aurbleytu. Einnig er 2 tonna takmörkun á öxulþunga á leiðinni.  Þannig er skráningin á færðarkortið á vef Vegagerðarinnar.

 

DEILA