Nýsköpunarsjóður námsmanna: 6 styrkir til Vestfjarða fyrir 9 námsmenn

Frá kynningardegi Kercisi á Ísafirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Nýlokið er seinni úthlutun úr Nýsköpunarsjóði námsmanna. Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 360 milljónir króna til úthlutunar og hlutu alls 284 verkefni styrk. Í styrktum verkefnum eru 426 nemendur skráðir til leiks í alls 1200 mannmánuði. Miðað er við að hver nemandi fái styrk til þriggja mánaða  til þess að vinna að tilgreindu verkefni.

Í þetta sinn var sótt um fyrir 1401 háskólanema. Alls var sótt um 1,2 milljarða króna eða laun í 3980 mannmánuði. Árangurshlutfall miðað við mannmánuði er 30%.

Frá Vestfjörðum fengu þessar umsóknir framgang eftir því sem næst verður komist:

 1. Nýjar aðferðir við gæðaeftirlit við framleiðslu lækningavara. Verkefnið snýst um notkun á tölvusjón í framleiðslu.
  Leiðbeinandi: Jóhann Bæring Gunnarsson
  Kerecis. 9 mánuðir og 3 starfsmenn
 2.  Þróun aðferðafræði með notkun dróna með hitamyndavél og gerð stafrænna yfirborðslíkana og þrívíddarlíkana sem nýtast til
  Margrét Hrönn Hallmundsdóttir
  Leiðbeinandi: Náttúrustofa Vestfjarða. 3 mánuðir og 1 starfsmaður.
 3. Gildi kríuvarpa fyrir æðabændur og æðadúnsrækt
  Leiðbeinandi: Catherine Patricia Chambers
  Háskólasetur Vestfjarða. 6 mánuðir og 2 starfsmenn.
 4. Átthagafræði, sagnir og menning á Vestfjörðum. Samantekt á námsefni/efni og hönnun á námskeiði fyrir fólk sem starfar við kennslu, safnvörslu, ferðaþjónustu eða aðra miðlun á sögnum og menningu á Vestfjörðum.

  Leiðbeinandi: Sædís María Jónatansdóttir
  Fræðslumiðstöð Vestfjarða ásamt Rannsóknarsetri Háskóla Íslands á Ströndum og Þjóðfræðistofu 3 mánuðir og 1 starfsmaður.

 5. Galdra- og þjóðagnaslóð á Ströndum.  Leiðbeinandi: Anna Björg Þórarinsdóttir. Galdrasýningin á Hólmavík.  2 mánuðir og 1 starfsmaður.
 6. Greining á fjölbreytileika og magni sorps á sunnanverðum Vestfjörðum, úrræði við meðhöndlun lífræns sorps. Leiðbeinandi: Geir Gestson. Vesturbyggð. 3 mánuðir og 1 starfsmaður.
DEILA