Náttúrustofa Vestfjarða rekur safnið í Ósvör

Samkomulag  er milli Bolungavíkurkaupstaðar og Náttúrustofu Vestfjarða að Náttúrustofan annist rekstur safnsins í sumar. Þetta staðfestir Jón Páll hreinsson, bæjarstjóri. Það verður opið frá 1. júní – 9. ágúst og opnunartími verður frá 13-17. Ráðnir verða  tveir 50% starfsmenn til að halda uppi þessari opnun.

Það þessu sinni verður fátt um erlenda gesti vegna veirufaraldursins. Árið 2018 komu 550 Íslendingar og í fyrra, 2019 , voru þeir 750. Vonast er eftir því að 1.000 gestir komi í sumar.

Þá er einnig samstarf milli þessara aðila varðandi Náttúrugripasafnið. Bolungavíkurkaupstaður greiðir Náttúrustofu Vestfjarða 2 m.kr. og munu starsmenn Náttúrustofunnar vinna að framtíðarskipulagi safnsins, huga að gripum þess og koma safninu í varanlegt skjól.

Sjóminjasafnið í Ósvör stendur austast við Bolungarvík. Safnið samanstendur af tvöfaldri 19. aldar verbúð, salthúsi, fiskreit og þurrkhjalli. Á meðal sýningagripa er áraskipið Ölver sem gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrr á öldum. Í safninu eru einnig til sýnis veiðarfæri og ýmis tæki og tól sem notuð voru við veiðar og fiskverkun á öldum áður.

Safnað var opnað 1988.

 

 

DEILA