Júlíus Geirmundsson ÍS : menn í sjóinn en engin slys

Júlíus Geirmundsson ÍS 270. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Bilun varð í Júlíusi Geirmundssyni ÍS 270 úti á sjó og voru síðasta laugardag sóttir varahlutir í Pál Pálsson ÍS 102. Samkvæmt heimildum Bæjarins besta mun hafa orðið það óhapp að gúmmibát sem flutti mennina hvolfdi og fóru þeir í sjóinn.

Einar Valur Kristjánsson, framkvæmdastjóri HG Gunnvör hf var inntur eftir atvikinu og hvort slys hafi orðið.

Í svari Einars segir að hann hafi ekkert heyrt frá Júlíusi og að  engin slys hafi verið tilkynnt frá skipum félagsins.

 

 

DEILA