Ísafjarðarbær samþykkir mannréttindastefnu

Bæjarstjórn Ísafjarðarbæjar samþykkti mannréttindatsefnu fyrir sveitarfélagið á síðasta fundi bæjarstjórnar. Samstaða var um málið sem samþykkt var í einu hljóði.

Einkunnarorð mannréttingarstefnunnar eru:

SANNGIRNI – VIRÐING – JAFNRÉTTI – SJÁLFSTÆÐI

Upphafsorð stefnunnar eru:

Allir eru jafnir fyrir lögum og eiga að njóta mannréttinda. Lýðræðisþjóðfélag byggir á því að
ólíkir hagsmunir og sjónarmið séu viðurkennd og virt. Mannréttindi eru varin í stjórnarskrá
Íslands, alþjóðlegum mannréttindasáttmálum og yfirlýsingum sem Íslendingar eiga aðild að. Ákvæði þeirra eru til grundvallar mannréttindastefnu Ísafjarðarbæjar ásamt gildandi lögum í jafnréttislöggjöf.
Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar leggur áherslu á jafnrétti í víðu samhengi, en hún nær til allra þjóðfélagshópa og endurspeglar margþætt hlutverk og skyldur sveitarfélagsins þar sem jafnræði íbúa og mannréttindi eru höfð að leiðarljósi. Stefnan veitir heildstæða sýn í þágu íbúa og hefur þann tilgang að vinna gegn mismunun. Með því að stuðla að jafnrétti og mannlegri reisn er lagður grunnur að velferð einstaklinga, fjölskyldna, atvinnulífs og samfélagsins alls.

Markmið mannréttindastefnunnar eru eftirfarandi:

Íbúar Ísafjarðarbæjar skulu eiga jafna möguleika á að njóta eigin atorku, þroska hæfileika sína og njóta mannréttinda óháð kyni, uppruna, trúarbrögðum, kynhneigð, aldri, efnahag, fötlun, heilsufari eða annarrar stöðu.

Mannréttindastefna Ísafjarðarbæjar nær til stjórnsýslu sveitarfélagsins,
starfsmanna hans og allrar starfsemi og þjónustu sem veitt er á vegum stofnana
sveitarfélagsins.

 

DEILA