Hólmavíkurrallið verður 27. júní

Frá rallinu 2018. Mynd: Jón Halldórsson.

Skráning er hafin í Hólmavíkurrallið sem nefnist Hamingjurall á Hólmavík og tengist hamingjudögunum sem haldnir hafa verið um þetta leyti mörg síðustu ár. Keppnin fer fram laugardaginn 27. júní.

Keppt er í nokkrum sérleiðum. Ekið verður m.a. um Þorskafjarðarheiði, Eyrarfjall og Vatnsfjarðarnes. Heildarvegalengdin er um 400 km.

Fyrsta keppnin fór fram 1998 og eru því 22 ár síðan fyrsta keppnin fór fram. Í fyrra er talið að um 100 manns hafi komið til Hólmavíkur vegna keppninnar.

DEILA