Herrakvöld Vestra

Herrakvöld Vestra verður haldið þann 4. júlí og fer  skemmtunin fram í Skíðaskálanum. Húsið opnar klukkan 19:00. Fyrr um daginn fer fram fyrsti heimaleikur Vestra í knattspyrnu í sumar og verður hann spilaður á Olísvellinum klukkan 14:00 gegn Grindavík.

Veislustjórn Herrakvöldins verður í tryggum höndum Gumma Ben og svo fer enginn ósvikinn af himnesku hlaðborði sem Tjöruhúsið reiðir fram.

Vestramenn lofa taumlausri skemmtun eins og vanalega og hvetja sem flesta til þess að mæta.

Miðapantanir í samuel@fmvest.is eða 866-5300.

DEILA