Heilbrigðisstofnun Vestfjarða: heimsóknarbanni aflétt að fullu

Hjúkrunarheimilið Tjörn Þingeyri. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Heimsóknarbanni var aflétt í gær á bráðadeildinni á Ísafirði og hjúkrunarheimilunum Bergi, Tjörn og Eyri á norðanverðum Vestfjörðum. Á Patreksfirði var heimsóknarbanni aflétt að fullu þann 2. júní. Þá er íbúum heimilt að fara í bílferðir, heimsóknir og sinna afþreyingu utan heimilis. Þar með hefur heimsóknarbanni verið aflétt hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða.

Áfram gildir samt sú regla að alls ekki á að koma í heimsókn ef viðkomandi:

1. er í sóttkví
2. er í einangrun eða að bíða eftir niðurstöðu úr sýnatöku
3. hefur verið í einangrun og ekki eru liðnir 14 dagar frá útskrift
4. er með einkenni (kvef, hósta, hita, höfuðverk, beinverki, þreytu, kviðverki, niðurgang, skert bragð og lyktarskyn o.fl.)
5. er að koma til landsins , þá þurfa að líða amk 2 vikur áður en komið er í heimsókn.

Hólmavík

Á hjúkrunardeild Heilbrigðisstofnunar Vesturlands á Hólmavík voru heimsóknir eru leyfðar frá 25. maí 2020. Heimsóknartími er alla daga frá  kl. 13:00 til 15:00.
Börnum yngri er 14 ára heimilt að koma í heimsókn frá og með 25. maí.
Tveggja metra nándarmörkum á milli íbúa og aðstandenda var aflétt frá og með 25. maí.
Frekari tilslakanir voru boðaðað 2. júní 2020 en hafa ekki verið tilkynntar enn.

Almennt gildir að gestir þvi hendur og spritti þær  áður en gengið er inn á deildina og einnig við brottför.
Gestir mega ekki hafa kvefeinkenni, hita, hósta eð önnur einkenni sem bent geta til öndunarfærasýkingar.

 

DEILA