Harpa: Reykjavík fær 2 milljarða króna í fasteignagjöld árlega

Reykjavíkurborg hefur fengið 1.928 milljónir króna á ári í fasteignagjöld af Hörpu sé reiknað á föstu verðlagi miðað við verðlag í janúar 2020.

Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhúss, hefur fengið  frá 2013 árleg framlög til rekstrar frá eignaraðilum Ríkissjóði og Reykjavíkurborg. Greiðir ríkið 54% og Reykjavíkurborg 46%.

Framlag Reykjavíkurborgar hefur verið á föstu verðlagi 974 millj. kr. Tekjur borgarinnar umfram gjöld hafa því frá 2013 – 2019 verið 1 milljarður króna á ári.

Heildarframlag ríkisins til rekstrar Hörpu árin 2013–2019 nemur á föstu verðlagi 1.144 millj. kr. á ári.

Kostaði 25 milljarða króna – 12 milljarðar kr. afskrifaðir

Staðvirtur heildarkostnaður við byggingu Hörpu án lóðar, miðað við byggingarvísitölu í janúar 2020, er um 24,9 milljarðar kr. en með lóð um 26,6 milljarðar kr.

Fjármögnunaraðilar afskrifuðu u.þ.b. 10 milljarða kr. á verðlagi í mars 2015, eða sem svarar til um 11,9 milljarða kr. á verðlagi í janúar 2020.

Heildarframlag ríkisins til endurgreiðslu byggingarkostnaðar árin 2011–2019 nemur samtals 5.593 millj. kr. á föstu verðlagi og heildarframlag Reykjavíkurborgar til endurgreiðslu byggingarkostnaðar árin 2011–2019 nam samtals um 4.765 millj. kr. á föstu verðlagi. Samtals hafa eignaraðilar greitt um 10,4 milljarða króna af þeim 13 milljarða króna byggingarkostnaði sem eftir stendur.

Þessar upplýsingar koma fram á Alþingi í skriflegu svari fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Bergþóri Ólasyni um byggingar- og rekstrarkostnað tónlistarhússins Hörpu.

DEILA