Dýrafjarðargöng – Framvinda í vikum 21 & 22

Hér er samantekt af því helsta sem gerðist í vikum 21 & 22 við vinnu Dýrafjarðarganga frá Baldvin Jónbjarnarsyni fyrir hönd framkvæmdaeftirlits Dýrafjarðarganga.

 

Búið er að leggja fráveitulagnir eftir öllum göngunum. Haldið var áfram að keyra neðra burðarlagi í veginn í göngunum og byrjað að leggja  efra burðarlag. Haldið var áfram með að setja upp festingar fyrir skilti í göngunum og ídráttarrör að þeim fyrir rafmagn.

 

Haldið var áfram að leggja ídráttarrör fyrir rafmagn og stýristrengi meðfram hægri vegöxl og í tæknirýmin. Öll ídráttarrör fyrir 11 kV jarðstreng eru komin á sinn stað og búið að draga út 11 kV streng í öll göngin. Búið er að koma fyrir spenni og rofaskáp í öllum tæknirýmum og unnið að tengivinnu. Verið er að koma fyrir fjarskiptaskápum og öðrum búnaði í tæknirýmin og tengja. Klárað var að draga út 132 kV jarðstrenginn í göngunum og tengja hann. Vinna hélt áfram við uppsetningu á festingum fyrir strengstiga og strengstiganum sjálfum sem mun liggja eftir endilöngum göngunum og í útskotum.

 

Á meðfylgjandi myndum má sjá útdrátt á 132 kV jarðstreng, tengivinnu á 11kV rafmagni í tæknirými, 132 kV jarðstreng í skurði utan ganga, veg í göngunum og vinnu við tengingu á 132 kV streng.

 

DEILA