Bolungavík: í spor móður sinnar

Frá hátíðarhöldunum fyrir tveimur árum. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Karólína Sif Benediktsdóttir, nýstúdent frá M. Í var ræðumaður á þjóðhátíðarhátíðarhöldunum í Bolungavík. Í ræðu hennar kom fram að hún hefði ákveðið að feta í fótspor móður sinnar og hefja nám í hjúkrunarfræði við Háskóla Íslands næsta haust. Það sem öðru fremur  leiddi til þessarar ákvörðunar var kórónufaraldurinn sem geisað hefur í vetur og ekki hvað síst á hjúkrunarheimilinu Berg, þar sem móðir hennar starfar sem hjúkrunarfræðingur. Eins og kunnt er kom upp alvarlega staða á hjúkrunarheimilinu og reyndi mjög á starfsfólkið sem vann mikið þrekvirki með ómetanlegum stuðningi bakvarða.

Fjallkonan var Kristjana Berglind Finnbogadóttir, en hún er einnig nýstúdent frá Menntaskólanum á Ísafirði.

Hátíðahöldin fór fram í góðu veðri og voru ágætlega sótt.

Myndir: Kristinn H. Gunnarsson.

Karólína Sif Benediktsdóttir.

DEILA