Bæjarráð Bolungavíkur tók fyrir á þriðjudaginn erindi Kristjáns Þórs Júlíussonar sjávarútvegsráðherra dags 9. júní þar sem ráðherrann kynnir lagaheimildir sem hann hafi til þess að banna eða takmarka fiskeldi í einstökum fjörðum eða svæðum sem teljist sérstaklega viðkvæm fyrir fiskeldi. Óskar ráðherrann álits á því hvort takmarka eða banna eigi fiskeldi í sjókvíum í Jökulfjörðum.
Í bókun bæjarráðsins segir að það telji ekki tímabært að takmarka eða banna fiskeldi í Jökulfjörðum. Telur bæjarráðið mikilvægt að taka vel ígrundaðar ákvarðanir um framtíðar uppbyggingu fiskeldis á Vestfjörðum þ.m.t. í Jökulfjörðum.
Leggur bæjarráðið áherslu á að hefja vinnu við að meta borðarþol Jökulfjarða og áhættumeta m.t.t. erfðablöndunar við villta laxa. Þá leggur bæjarráðið til að unnin verðis amfélagsleg greining á áhrifum af hugsanlegu fiskeldi í Jökulfjörðum , sem verði svo notað til hliðsjónar við ákvörðun um framtíðaruppbyggingu.