Bílastæðin við Ísafjarðarflugvöll malbikuð

Ísafjarðarflugvöllur. Mynd: Mats Wibe Lund.

Fréttavefurinn N4.is segir frá því  í gær að ISAVIA Innanlandsflugvellir og Terra umhverfisþjónusta hafi skrifað undir samning um jarðvegsvinnu og lagnir á bílastæðin við Ísafjarðarflugvöll og eiga stæðin að vera tilbúin um miðjan júlí. Heimamenn hafa í mörg ár bent á mikilvægi þess að bílastæðin við flugvöllinn verði malbikuð og hefur bæjarráð Ísafjarðarbæjar til dæmis ályktað sérstaklega um málið.

Sigrún Björk Jakobsdóttir framkvæmdastjóri ISAVIA Innanlandsflugvalla skrifaði undir samninginn fyrir hönd ISAVIA   „Það er mjög ánægjulegt að sjá þetta verkefni verða að veruleika. Við munum jafnframt fara í yfirlögn á flugbraututinni á Ísafirði í sumar, en það verkefni er á samgönguáætlun.“

DEILA