Bergþór Pálsson ráðinn skólastjóri við Tónlistarskóla Ísafjarðar

Bergþór Pálsson hefur verið ráðinn skólastjóri við Tónlistarskóla Ísafjarðar, mun hann hefja störf 1.ágúst.

Í fréttatilkynningu frá Tónlistarskóla Ísafirði segir að Bergþór hafi átt fjölbreyttan feril.

„Hann hefur frumflutt mörg verk eftir íslensk tónskáld, tekið þátt í ótal óperum, óperettum, söngleikjum og leikritum. Hann hefur sungið einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og í kórverkum. Bergþór hefur verið ötull við að  kynna tónlist í skólum landsins, haldið fjölda tónleika með söngvurum úr ólíkum geirum tónlistar, komið fram á skemmtunum af ýmsu tagi og haldið fyrirlestra um margvísleg málefni.“

 

DEILA