Asparmálið á Flateyri: dómur fallinn. Gerandinn sektaður.

Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt í asparmálinu sem upp kom á Flateyri síðastliðið sumar. Einn húseigandi við Drafnargötu felldi án heimildar 9 aspir sem uxu á göngustíg við húsið.

Aspirnar voru  í eigu Ísa­fjarðarbæj­ar og gróður­sett­ar í minn­ingu þeirra sem fór­ust í snjóflóðinu á Flat­eyri árið 1995. Mikil óánægja varð á Flateyri með þetta háttalag.

Ísafjarðarbær höfðaði mál gegn gerandanum sem er búsettur á Álftanesi. Hann gekkst við verknaðinum en taldi sig vera að gera sveitarfélaginu greiða með því að fella aspirnar.

Ákærði var dæmdur í 200 þúsund króna sekt og auk þess að greiða rúmar 600 þúsund krónur í þóknun til skipaðs verjanda síns. verði sektin ekki greidd kemur varðhald í 14 daga til framkvæmda.

DEILA