Umhverfisráðherra: 210 m.kr. til orkuskipta í höfnun – ekkert til Ísafjarðar

Skemmtiferðaskipið Elizabeth í Skutulsfirði. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Umhverfis- og auðlindaráðherra hefur úthlutað styrkjum til rafvæðingar hafna vítt og breitt um landið. Verkefnið er hluti af fjárfestingaátaki ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 heimsfaraldursins. Í átakinu er 550 milljónum króna varið aukalega til loftslagsmála og skal 300 milljónum vera varið til orkuskipta. Um tveir þriðju þess fjármagns, eða 210 milljónir fara til styrkja til að stuðla að frekari rafvæðingu hafna

Styrkir eru veittir til þeirra hafna sem settu fram verkefni sem féllu að skilyrðum átaksins. Verkefni sem styrkt verða þurfa að hefjast eigi síðar en 1. september 2020 og vera lokið fyrir 1. apríl 2021.

Eftirtaldir hljóta styrk:

 • Akureyri –            43,8
 • Dalvík –               10,3
 • Faxaflóahafnir –  100,0
 • Fjarðabyggð –      11,5
 • Hafnarfjörður –    12,0
 • Reykjanesbær –   12,0
 • Seyðisfjörður –      8,9
 • Snæfellsbær –       6,2
 • Vestmannaeyjar – 3,4
 • Þorlákshöfn –        1,9

 

 • Ísafjarðarhöfn sótti um en fékk ekki styrk. Um 130 skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar á síðasta ári og um 180 til Faxaflóahafna. Upplýsingafulltrúi Umhverfisráðuneytisins gaf þær skýringar að Ísafjarðarbær hafi ekki skilað fullnægjandi gögnum með umsókn sinni eins og óskað var eftir og því var ekki unnt að verða við ósk um styrk.
 • Í umsókn Ísafjarðarhafnar kemur fram mannvirkið yrði á nýjum Sundabakka sem verður hafist við að byggja í sumar og verði að fullu lokið 2023.
 • Kostnaður við 2-3 megavatta rafmagnstengingu gæti ein og sér kostað um 500 miljónir króna og kostnaður við 10-12 megavatta tengingu gæti verið á bilinu 1-1,3 miljarðar króna.

Í umsókn Ísafjarðarhafnar  er vakin athygli á einum stórum óvissuþætti:

„Það er reyndar stór óvissuþáttur sem fylgir þessu verkefni er að það mun ekki vera til næg raforka á Vestfjörðum til að afhenda hana væntanlegum kaupendum við skipshlið.“

Beðið er svara Umhverfisráðuneytisins við því hvað hafi verið ófullnægjandi við umsókn Ísafjarðarhafnar.

DEILA