Strandveiðar: 104 bátar og 143 tonn

Landað úr starndveiðibát á Patreksfirði. Mynd: Patreksfjarðarhöfn.

Strandveiðar hófust í síðustu viku og heimilt var að róa á miðvikudag og fimmtudag. Samkvæmt samantekt Bæjarins besta lönduðu 104 handfærabátar 134 tonnum. Fáeinir bátar virðast hafa verið að veiða í aflamarkskerfinu en að öðru leyti er aflinn afrakstur strandveiða.

Mestu var landað á Patreksfirði. Þar lönduðu 26  bátar samtals 34,3 tonnum. Næst kom Bolungavík þar sem 23 bátar lönduðu 25 tonnum. Þingeyri er þriðja aflahæsta höfnin þar sem 6 bátar veiddu 18 tonn. Næst kom Suðureyri við Súgandafjörð. Tólf bátar lönduðu rúmum 13 tonnum.

Á Norðurfirði í Árneshreppi lönduðu 9 bátar tæplega 11 tonnum. Á Tálknafirði 6 bátar með 6,4 tonn, fimm bátar lönduðu 6,8 tonnum á Bíldudal, fjórir bátar lönduðu í Súðavík 6,5 tonnum, fjórir bátar á Hólmavík öfluðu 5,5 tonnum, á Flateyri voru þrír bátar við róðra og lönduðu 3,2 tonnum. Á Drangsnesi veiddu þrír bátar 2,1 tonn en þar voru líka bátar á grásleppuveiðum. Tveir bátar lönduðu 1,5 tonnum á Brjánslæk og minnst var landað á Ísafirði. Þar landaði 1 bátur 425 kg.

DEILA