Snjáfjallasetur opnar 12. júlí með tónleikum

Félagsheimilið Dalbær þar sem ferðaþjónustan er rekin.

Stefnt er að því að opna ferðaþjónustu í Dalbæ á Snæfjallströnd þann 12. júlí með tónleikum kl 15 – 17. Meðal þeirra sem fram koma eru tónlistarfólkið Kira Kira og Framfari, Teitur Magnússon söngvaskáld ásamt hljómsveit, gleðigjafinn Hermigervill og Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir frumkvöðull í hljóðböðum á Íslandi.

 

Ferðaþjónusta verður á vegum Snjáfjallaseturs og Sögumiðlunar og verður opin til 5. ágúst. Opið verður kl. 10-20, alla daga vikunnar.

 

DEILA