Reykhólar: fyrrv sveitarstjóri krefst miskabóta

Reykhólar í maí 2020. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Fyrrverandi sveitarstjóri Reykhólahrepps, Tryggvi Harðarson, gerir kröfu um miskabætur sér til handa vegna uppsagnarinnar í síðasta mánuði.
Þetta kemur fram í bréfi lögmannsstofunnar Lex sem rekur málið fyrir hönd Tryggva.

Í bréfinu er þess krafist að Tryggvi haldi umsömdum launum ásamt mótframlagi í lífeyrissjóð til ágústloka árið 2022. Þá er auk þess krafist miskabótahonum til handa. Krafan er um 30 milljónir króna fyrir utan miskabæturnar.

Í svarbréfi  PACTA lögmanna f.h. sveitarfélagsins sem útbúið var að beiðni oddvita er  umræddum kröfum hafnað þar sem sveitarfélagið telur sér óheimilt að greiða umfram skyldu vegna starfslokanna.

Sveitarstjórn fól sveitarstjóra að verja hagsmuni sveitarfélagsins og koma kærunni í
hendur lögmanna sveitarfélagsins.

Ingimar Ingimarsson, fyrrverandi oddviti lagði fram bókun þar sem hann vill semja við kröfuhafa svo forðast megi frekari málaferli eins og segir í bókuninni. Þá gerði Ingimar kröfu um rökstuðning fyrir brottrekstri Tryggva Harðarsonar.

DEILA