Patreksfjörður: Ásdís Snót ráðinn skólastjóri

Bæjarstjórn Vesturbyggðar hefur samþykkt að ráða Ásdísi Snót Guðmundsdóttur sem skólastjóra Patreksskóla frá og með 1. ágúst 2020. Fráfarandi skólastjóri frá 2017 er Gústaf Gústafsson. Ásdís Snót hefur verið skólastjóri Bíldudalsskóla frá 2017.

Embættið var auglýst í apríl og rann umsóknarfrestur út 25. apríl. Þrjár umsóknir bárust. Auk Ásdísar Snótar sóttu um Áslaug Traustadóttir og Soffía Arnþórsdóttir.

 

Fréttin hefur verið uppfærð.

DEILA