Leikskólar Ísafjarðarbæ: þörf á sumaropnun

Leikskólinn Grænigarður Flateyri. Mynd: isafjordur.is

Í minnisblaði Stefaníu Helgu Ásmundsdóttur, sviðsstjóra skóla- og tómstundasviðs kemur fram að miðað við umsóknir er greinileg þörf á sumaropnun á Ísafirði.

Til undirbúnings á sumaropnun þarf að gera ráð fyrir verkefnum sem snúa að viðhaldi og
framkvæmdum leikskólanna segir í minnisblaðinu.

Á Laufási á Þingeyri og Grænagarði Flateyri þarf að taka ákvörðun um lágmarks fjölda barna.
Skóla- og tómstundasvið Ísafjarðarbæjar sendi á leikskólanna Sólborg og Eyraskjól áréttingu um ákvörðun þess að koma til móts við barnafjölskyldur.

Staðfesta þarf umsókn sem er bindandi fyrir umsækjendur þar sem undirbúa þarf starf skólans með viðmið af fjölda barna.

Sumarráðningar vegna sumaropnunar kallar á þrjá starfsmenn á Laufási og Grænagarði. Á
Ísafirði er þörf fyrir sjö og upp í tíu starfsmenn, mismunandi eftir vikum. Einnig þarf að gera ráð fyrir öðrum störfum í sem snúa að starfsseminni.

Minnisblaðið var lagt fram til kynningar í bæjarráði og verður það til umfjöllunar á næsta fundi fræðslunefndar Ísafjarðarbæjar.

DEILA