Kalkþörungaverksmiðjan: fara í gasið

Halldór Halldórsson, forstjóri Íslenska kalkþörungaverksmiðjunnar ehf á Bíldudal segir að frestun Hvalárvirkunar muni ekki hafa áhrif á áformin um að reisa nýja kalkþörungaverksmiðju í Súðavík. En hins vegar verði orkuþörf verksmiðjunnar sem er 8 – 12 MW uppfyllt með því að nota innflutt gas. Verð á gasi er hagstætt og í mörgum löndum er það samkeppnisfært við aðra orkugjafa svo sem raforku úr vatnsaflsvirkjunum. Halldór segir að til lengri tíma telji hann að raforkuverðið hagstæðara og í landi sem geti framleitt raforku sem umhverfisvænum hætti eins og á Íslandi eigi áherslan auðvitað að vera á það.

Í gildi er viljayfirlýsing milli Vesturverks ehf og Íslensku kalkþörungaverksmiðjunnar ehf  um kaup hennar á raforku af Vesturverki ehf og hefur verið horft til Hvalárvirkjunnar um framleiðslu á því.

Halldór Halldórsson sagðist hafa áhyggjur af afleiðingum af frestun Hvalárvirkjunar. „Það er líklegt að raforkukerfið á Vestfjörðum verði ekki styrkt ef ekki verður af Hvalárvirkjun.“

Kampi: verðum með olíuketil

Albert Haraldsson, rekstrarstjóri hjá rækjuverksmiðjunni Kampa á Ísafirði, sem er einn stærsti raforkukaupandi á Vestfjörðum, segir að fyrirtækið verði að vera með olíuketil sem varaafl til að framleiða gufu.

n. Eftir reynsluna í vetur þar sem flutningur rafmagns að sunnan inn á Vestfirði brást oft og lengi verður Kampi að koma sér upp varaafli til þess að geta haldið uppi framleiðslu. Varaafl Landsnets sem framleitt er með olíukötlum er af skornum skammti og Kampi fær ekki það rafmagn sem þarf þegar línurnar bila sem flytja rafmagnið að sunnan.

DEILA