Ísafjörður: ærslabelgurinn kominn upp

Ærslast á ærslabelg. Mynd: Kristinn H. Gunnarsson.

Í blíðviðrinu á Ísafirði í gær mátti sjá ungu kynslóðina ærslast við Safnahúsið á ærslabelgnum sem búið er að blása upp. Skýrar verður ekki sýnt að vorið er komið og frekar langdreginn vetur að baki.

Í fyrrasumar stöðvaði Minjastofnun lagfæringar á ærslabelgnum og vildi athuga staðsetningu belgsins út frá friðuðum fornminjum sem eru á svæði þar sem gamli Eyrabærinn stóð. Belgurinn er enn á sama stað og  er því ekki talinn spilla fornminjum.

DEILA