Íbúðarhúsnæði: aldrei færri kaupsamningar

Bíldudalur séð til vesturs, Mynd: Mats Wibe Lund.

Á fysta ársfjórðungi þessa árs voru aðeins gerðir 25 kaupsamningar um íbúðarhúsnæði á Vestfjörðum. Hafa þeir ekki verið svo fáir síðan í 12 ár. Á fyrsta ársfjórðungi 2008 voru einnig gerðir 25 kaupsamningar. Síðan hafa þeir ávallt verið fleiri þar til nú. Flestir voru þeir 84 á þriðja ársfjórðungi 2013.

Þetta kemur fram í tölum frá Þjóðskrá Íslands.

Á síðasta ári voru gerðir 230 kaupsamningar sem gera 57,5 íbúðir að meðaltali  á hverjum ársfjórðungi. Samningunum fækkar úr 59 í 25 milli síðustu ársfjórðunga.

Annað sem vekur athygli er að hlutfall fyrstu kaupa er 40% og hefur það ekki verið hærra frá 2008. Af kaupsamningunum 25 voru kaupendur í 10  samningum að kaupa sína fyrstu íbúð. Á síðasta ári var þetta hlutfall 25% að meðaltali.

Hvergi á landinu var hlutfall fyrstu kaupa hærra en á Vestfjörðum á fyrsta fjórðungi þessa árs.

 

DEILA